Bláa lónið - 1. áfangi

Bláa lónið er sambland af sköpunargleði guðs og manna. Náttúran á Reykjanesi er stórfengleg og vald náttúrunnar er mikið. Þó verk mannsins séu smá í samanburði í mælikvarða náttúrunnar, er mjög mikilvægt að vanda verk sín þegar þau eru felld að stórbrotinni náttúru.

Þessi ómótstæðileg náttúra og lækningarmáttur sjóvatnsins í Bláa Lóninu hefur mikið aðdráttarafl. VA-arkitektar ehf Skólavörðustíg 12 eiga heiðurinn að staðarvalinu og hönnun mannvirkisins og allri byggingunni. Staðsetning Bláa lónsins er án vafa vel heppnað þar sem það liggur undir þessari 6 m háu hraunbrún og í góðu skjóli fyrir svölum norðanvindi, sem brotnar einnig á hrjúfum hraunbreiðunum á Reykjanesi.

Framkvæmdir við nýja baðlónið hófust í byrjun árs 1998. Í ársbyrjun 1999 óskuðu VA arkitekta eftir því að Teiknistofan Storð ehf kæmum að lokafrágangi baðlónsins og umhverfi þess. Hlutverk okkar var að vinna með VA-arktektum að lokafrágangi við baðlónið, yfirborðsfrágangi og efnisvali utanhúss. Nánar má lesa um verkefnið hér. (Greinin áður birt á dönsku í LANDSKAB 3+4/04 tímariti danskra landslagsarkitekt)

Previous
Previous

Hjúkrunarheimili á Húsavík - 3. sæti í samkeppni