Vinagerði - Leikskólalóð

Yfirlit

Heiti verkefnis: Vinagerði - Leikskólalóð 
Staða verkefnis: Lokið 
Staðsetning verkefnis Reykjavík

Verkkaupi: Reykjavíkurborg

Leikskólinn Vinagerði stendur við Langagerði 1 í Smáíbúðarhverfinu í Reykjavík. Verkefnið var unnið í samráði við starfsfólk og jafnframt var notast við óskalista leikskólabarnanna. Skipulag lóðarinnar gerir ráð fyrir því að mynda gönguleiðir umhverfis leikskólann, en með fjölbreyttu efnisvali og hæðarsetningu er leitast við að skapa spennandi og fjölbreytt umhverfi á lóðinni sem hvetur til leikja og stuðlar að bættri aðstöðu til kennslu og fróðleiks utandyra á lóðinni. Við val á trjágróðri er lögð áhersla á fjölbreytni í stofntrjám sem mynda skjól og styrkja upplifun á árstíðunum á lóðinni.


Previous
Previous

Bláa lónið 1. áfangi - Frágangur utanhúss

Next
Next

Grandaborg - Leikskólalóð