Í dómnefnd þýsku landslagsarkitektaverðlaunanna 2017

Þýska landslagsarkitektafélagið BDLA veitir annað hvert ár verðlaun fyrir hönnunarverkefni í Þýskalandi og hafa þessi verðlaun verið veitt frá árinu 1977. Hermann var árið 2017 alþjóðlegur fulltrúi í dómnefndinni og var viðstaddur verðlaunaafhendinguna sem fór fram í október 2017 í Allianz Forum við Brandenburgerhliðið í Berlín.

Myndin er frá afhendingu verðlauna í flokknum náttúruvernd og landslagsupplifun, en verðlaunin fékk hönnun og útfærsla á almenningsgarðinum Botanischer Volkspark Blankenfelde sem var unnið af landslagsarkitektastofunni Fugmann Janotta Partner Landschaftsarchitekten und Landschaftsplaner í Berlín. Isabel Keil verkefnisstjóri hjá Grün Berlin GmbH tekur hér við viðurkenningunni.

Nánari upplýsingar hér:

https://www.deutscher-landschaftsarchitektur-preis.de/archiv/2017

Previous
Previous

Aðjúnkt og námsbrautarstjóri við LbhÍ

Next
Next

Alþjóðleg dómnefndarstörf í Cluj-Napoca í Rúmeníu