Austurhlíð 10-14 - Fegrunarviðurkenningar 2023

Reykjavíkurborg veitti hinar árlegu fegrunarviðukenningar 23. októtber 2023 og í flokki fjölbýlishúsalóða hlauta að þessu sinni viðurkenningu lóð Samtaka aldraðra við Austurhlíð 10-14 fyrir góða hönnun, snyrtilega, bjarta, opna og skjólsæla lóð, auk mikillar fjölbreytni í plöntuvali.

Aðalhönnuðir byggingar voru Nordic Office of Architecture og verktakar voru Alverk ehf. Storð teiknistofa kom að hönnun lóðarinnar og eru á lóðinni nokkur birkitré af afbrigði sem fær dumbrauða haustliti. Þessi birkitré eru þau fyrstu sem er plantað á fjölbýlishúsalóð á Íslandi, en það verður spennandi að sjá hvernig þau munu spjara sig og hvort þau fái hvítann börk og dökkrautt haustlauf.

Við óskum Samtökum aldraðra til hamingju með viðurkenninguna og þökkum öllum samstarfið í þessu verkefni sem hófst árið 2018.

Þess má jafnframt geta að verkefni þar sem Storð teiknistofa hefur komið að hönnun lóða og hafa fengið fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar eru orðin nú fimm talsins. Árið 2020 voru hlutu Grandavegur 42 viðurkenningu fyrir fjölbýlishúsalóð og Hádegismóar 8 viðurkenningu fyrir stofnanalóð. Árið 2018 hlaut Búseti bsf viðurkenningu fyrir Einholt 8-12 og Þverholt 17-23 og árið 2013 fékk húsfélagið að Engjaseli 71-87 viðurkenningu fyrri endurbætur á fjölbýlishúsalóð.

Previous
Previous

Grandavegur 42-44 - Hönnun lóðar

Next
Next

Nýr starfskraftur