Heiðursverðlaun – Ehrenpreis

7. júlí 2023 fékk Hermann heiðursviðurkenningu frá Weihenstephaner Ingenieure sem eru samtök garðyrkjukandídata og landslagsarkitekta frá Háskólanum í Weihenstephan. En hann lauk námi í landslagsarkitektúr frá sama háskóla árið 1996.

Tilgangur samtakanna með þessum heiðursverðlaunum er eftirfarandi:

Heiðursverðlaun
Með þessum verðlaunum heiðrar félagið fyrrverandi nemendur Hochschule Weihenstephan - Triesdorf sem og persónur sem hafa lagt sérstakan skerf til háskólans eða hafa staðið sig í starfi. Verðlaunin eru veitt árlega og voru fyrst veitt árið 1958
.”

Það er því mjög ánægjulegt og mikill heiður að jafn virtur háskóli í landslagsarkitektúr í Þýskalandi og alþjóðlega viðurkenndur háskóli í faginu, veiti íslenskum landslagsarkitekt þessa heiðurviðurkenningu.

Verðlaunin eru viðurkenning á þeim störfum sem Hermann hefur sinnt á síðustu 27 árum sem fagmaður, í gengum félagsstörf á Íslandi og á alþjóðavettvangi og sem ötull talsmaður fyrir fagið landslagsarkitektúr á Íslandi og á alþjóðavísu.

Nánar um samtökinn hér.

Previous
Previous

Nýr starfskraftur

Next
Next

Nýr starfskraftur