Kosningar til stjórnar heimssamtaka landslagsarkitekta IFLA World

Nú standa yfir kosningar í nýja stjórn hjá IFLA World sem eru heimssamtök landslagsarkitekta, en samtökin heita formlega “The International Federation of Landscape Architects (IFLA)” og voru stofnuð árið 1948. Á bak við samtökinu eru 5 svæðissamtök, en það eru Evrópa, Ameríka, Afríka, Asía-Kyrrahaf og Mið-Austurlönd.

Árið 1989 voru stofnuð samtök í Evrópu og voru þau samtök upphaflega kölluð EFLA, en þau voru meðal stofunuð til að vinna í anda Evrópusambandsins um að efla starfseynslu og menntun fagstétta og þar með stöðu landslagsarkitekta innan Evrópu. Árið 2000 voru gerðar breytingar á uppbyggingu IFLA World og EFLA, sem varð til þess að IFLA Europe varð að sjálfstæðum svæðissamtökum innan vébanda IFLA World. Samtök landslagsarkitekta hafa þríþætt hlutverk, það er að efla fagið landslagsarkitektúr sem er víða lögverndað starfsheiti, efla menntun og starfsreynslu í landslagsarkitektúr og kynna fagið fyrir almenningi og aðilum sem nýta sér þekkingu og vinnu landslagsarkitekta.

Frá árinu 2015 hefur Hermann Georg Gunnlaugsson setið í stjórn IFLA Europe sem eru Evrópusamtök landslagsarktiekta. Fyrst í fjögur ár sem varaforseti fyrir fagleg málefni (e. Professional Practice) og frá 1. janúar 2020 sem gjaldkeri samtakanna. En Hermann hefur verið félagsmaður í Félagi íslenskra landslagsarkitekta FÍLA frá árinu 1996, en FÍLA er eitt af aðildarfélögunum í IFLA Europe og þar með einnig í IFLA World.

Hermann er á þessu tímamótum í framboði til gjaldkera í stjórn IFLA World og lýkur kosningunum sem eru rafrænar núna 30. júní nk. Það eru fulltrúar 75 aðildarlanda samtakanna ásamt núverandi stjórn IFLA World sem geta kosið og það er enn möguleiki fyrir aðildarfélögin að kjósa. Í gegnum þessi aðildarlönd eru samtals um 34.000 landslagsarkitektar í samtökunum um allan heim.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur landslagsarkitekt er framboði til heimssamtakanna og Hermann er jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem hefur setið í stjórn IFLA Europe frá upphafi.

Previous
Previous

Niðurstaða kosninga í stjórn IFLA World – IFLA World Treasurer Elect 2023-2024

Next
Next

Hraunbær 143 - fjölbýlishúsalóð