Niðurstaða kosninga í stjórn IFLA World – IFLA World Treasurer Elect 2023-2024

Hermann Georg Gunnlaugsson við Hvalasafnið í Reykjavík í júlí 2022.

Hermann Georg Gunnlaugsson hefur verið kosinn næsti gjaldkeri í nýrri stjórn hjá IFLA World sem eru heimssamtök landslagsarkitekta, en samtökin heita formlega “The International Federation of Landscape Architects (IFLA)” og voru stofnuð árið 1948.

 Þetta er fyrsti íslenski landslagsarkitektinn sem mun sitja í stjórn heimssamtakanna og því mikill heiður fyrir fulltrúa úr FÍLA, Félagi íslenskra landslagsarkitekta og fyrir störf landslagsarkitekta á Íslandi að taka þátt í starfi og framtíðarsýn samtakanna á næstu árum. Kosningin er til tveggja ára með möguleika á tveimur árum til viðbótar.

 IFLA World saman stendur af um 40.000 landslagsarkitektum frá 77 löndum frá helstu heimshornum. Samtökin vinna að því að kynna störf landslagsarkitekta, standa vörð um mikilvæg gæði menntunar og þekkingar í landlagsarkitektúr, stuðla að rannsóknum og standa vörð um mikilvæg fagleg málefni. Landslagsarkitektar stuðla að skynsamlegri landnýtingu, fagurfræði og sjálfbærni við hönnun og útfærslur til hagsbóta fyrir náttúru, landslag og íbúa sem njóta mikilvægrar útivistar og útiveru. Í seinni tíð hafa verkefnin stækkað með aukinni áherslu á hönnun og lausnir sem takast á við loftslagsbreytingar og afleiðingar af breytingum í veðurfari um allan heim.

In English 

Hermann Georg Gunnlaugsson has been elected the next treasurer in the new board of IFLA World 2023-2024, which is the world association of Landscape Architects, whose official name is "The International Federation of Landscape Architects (IFLA)". IFLA was founded in year 1948 and is today representing 77 national associations and more than 40,000 Landscape Architects from almost every corner of the world. Hermann will be the first Icelandic Landscape Architect to become an EXCO member in IFLA World.

Previous
Previous

Breytingar frá 1. janúar 2023

Next
Next

Kosningar til stjórnar heimssamtaka landslagsarkitekta IFLA World