Breytingar frá 1. janúar 2023

Frá því í ágúst 2021 hefur Hermann Georg starfað sem námsbrautarstjóri í BS námi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Ísland í eitt ár og frá 1. ágúst sl. sem stundakennari í tveimur námskeiðum á 1. og 2. ári. Á haustdögum sótt Hermann m.a. ráðstefnuna “Child in the city” í Dublin þar sem hann fjallaði um stöðu leiksvæða barna í þéttingu borga og aðalfund IFLA Europe í Helsinki ásamt ráðstefnu sem haldin var á vegum MARK sem er finnska landslagsarkitektafélagið í samstarfi við IFLA Europe.

Hermann Georg mun snúa aftur í 100% starf hjá Teiknistofunni Storð ehf frá og með 1. janúar 2023 og í febrúar kem svo til starfa í hálft ár verknemi í landslagsarkitektúr sem er á lokaári í BS námi við Háskólann í Kaupmannahöfn. Teiknistofan er á lista yfir verknámsstaði fyrir nemendur við UCPH og hefur stofan góða reynslu af slíku verknámi.

Nú verður lögð áhersla á að vinna hluta af nýjum verkefnum í þrívídd, en kröfur eru að aukast að landslagsarkitektar komi af fullum krafti inn í það BIM vinnuumhverfi sem er í hönnunargeiranum. Teiknistofan fagnar því að geta sinnt viðskiptavinunum betur á nýju ári og við hlökkum til að takast á við ný verkefni.

Previous
Previous

Ný þekking - Environment – Revit fyrir landslagsarkitekta

Next
Next

Niðurstaða kosninga í stjórn IFLA World – IFLA World Treasurer Elect 2023-2024