Ný þekking - Environment – Revit fyrir landslagsarkitekta

Nú hefst nýr kafli hjá Teiknistofunni Storð ehf þegar stofan er að auka þekkingu sýna á þrívíddarhönnun og tileinka sér ný vinnubrögð. Fyrir 10 árum hófst notkun á Revit og Hermann sótti fyrsta námskeiðið í Revit. Á þeim tíma var forritið ekki mjög aðlaðandi fyrir landslagsarkitekta og var forritið aðallega notað á stofunni við að opna forritið, rýna byggingar og sækja sér tölvutæk gögn til að vinna með í Civil 3D eða öðrum forritum.

 Í haust byrjaði Hermann á röð námskeiða til að auka færni og þekkingu sýna til að nota Revit meira í  hönnunarverkefnum. Eftir áramót bættust svo við tvö námskeið í viðbót þar sem lögð var áhersla á sérlausnir fyrir landslagsarkitekta með notkun á Revit Terrain og Environment – Revit.

Nú hefst vinnan fyrir alvöru og það eru nokkur verkefni sem eru þegar á teikniborðinu þar sem ný þekking verður notuð til vinna með Environment – Revit. En stofan er í samstarfi við aðra hönnuði sem eru allir að vinna með Revit í sinni hönnun. Spennandi og strembinn tími framundan og verður áhugavert að sá hvernig verkefnin mun ganga í nýju umhverfi. Þetta lofar góðu og vonandi verður hægt að deila afrakstinum á heimasíðunni fljótlega.

Nánari upplýsingar um forrit og námskeið má finna á NTI og Archintelligence.

Previous
Previous

Verknemi - Internship

Next
Next

Breytingar frá 1. janúar 2023