Sólvangur – Endurhönnun útisvæða

Útisvæði í desember 2023 og hænsnahús í forgrunni.

Á lóð Sólvangs í Hafnarfirði er opið svæði til suðvesturs sem tengist elstu byggingunni og árið 2021 voru gerðar endurbætur húsinu og lóðin endurhönnuð með þarfir aldraðra og heilabilaðra í huga og til að skapa notalegt útsvæði fyrir dagdeildir við Sólvang. Á lóðinni var lítil afsteypa af höggmyndinni „Dýrkun“ eftir Ásmund Sveinsson sem er upprunalega frá árinu 1958 og var ákveðið að gera henni hærra undir höfði á lóðinni, en jafnframt var óskað eftir því að hægt væri að halda hænur á lóðinni. Hönnun lóðarinnar byggir einnig á hugmyndafræði um læknandi umhverfi.

 https://hafnarfjordur.is/fjorar-haenur-flytja-inn-a-solvang/

Previous
Previous

Nemendagarða á Akureyri – Samkeppni

Next
Next

Grandavegur 42-44 - Hönnun lóðar