Verknemi kveður

Nú er komið að lokum hjá verknemanum frá Kaupmannahafnarháskóla, en Bella Dag Randløv hefur verið hér í 5 mánuði og hefur þegar skilað af sér BS verkefninu sínu. Verkefnið snéri að því að skoða leikskólalóðir í Reykjavík út frá líffræðilegum fjölbreytileika og hvernig hönnun og útfærsla þeirra getur lagt sitt að mörkum varðandi náttúruvernd. Vinnuheitið á ensku er: „Biodiversity and Playgrounds – How kindergartens can contribute to nature conservation in Reykjavik

Það hefur verið frábært að hafa Bellu hérna, hún hefur náð góðum tökum á þeim verkefnum sem henni hafa verið falin og á síðustu dögunum sýnt að hún hefur náð góðum tökum á verkefnunum á þessum stutta tíma. Við óskum Bellu góðs gengis áfram, en hún mun hefja meistaranám í landslagsarkitektúr við háskólann í Kaupmannahöfn í haust.

Við hjá Storð munum vonandi fá nýjann verknema á næsta ári og hlökkum áfram til að fá að taka þátt í mótun framtíðar fagmanna á sviði landslagsarkitektúrs. Hér hafa verið danskir, þýskir og austurrískir verknemar í verknámi eða starfsreynslu, en við erum mjög stolt að hafa tekið við þeim og leggjum okkur fram um að þeir fái tækifæri til spreyta sig, kynnsta fjölbreyttum verkefnum landslagsarkitekta og safna reynslu fyrir frekar nám eða störf í framtíðinni.

Previous
Previous

Nýr starfskraftur

Next
Next

Verknemi - Internship