Hjúkrunarheimili á Höfn - Viðurkenning í samkeppni

Yfirlit

Heiti verkefnis: Hjúkrunarheimili á Höfn - Viðurkenning í samkeppni 
Staða verkefnis: Samkeppnistillaga 
Staðsetning verkefnis Höfn í Hornafirði


Aðalhönnuðir: A2F arkitektar. www.a2f.is

Úr dómnefndaráliti:

"Skemmtileg tillaga sem vísar í nærliggjandi örnefni. Nýbygging er brotin upp með mænisþökum sem gefur byggingunni þorpslega ásýnd. Aðkoma er til fyrirmyndar í alla staði og hugað hefur verið vel að hönnun útisvæða bæði til útivistar og ræktunar. Aðgengi er út á einkaverönd úr öllum íbúðarherbergjum og til fyrirmyndar er hvernig eldra húsnæði er breytt til að gera herbergi þar sambærileg að gæðum og í nýbyggingu. Sameiginleg rými hafa yfir sér heimilislegt yfirbragð og góða tengingu út á verönd og við einkarými. "


Previous
Previous

Lystigarðurinn á Akureyri - Deiliskipulag

Next
Next

Keilugrandi 1-11 - Hönnun lóðar