Keilugrandi 1-11 - Hönnun lóðar

Yfirlit

Heiti verkefnis: Keilugrandi 1-11 - Hönnun lóðar 
Staða verkefnis: Á framkvæmdastigi 
Staðsetning verkefnis Reykjavík

VERKKAUPI: Búseti hsf. www.buseti.is  AÐALHÖNNUÐIR: A2F arkitektar www.a2f.is

Frágangur lóðar. Heildarstærð lóðar er 7.476 m². Lóð bygginganna afmarkast af þremur götum, Keilugranda til vesturs, Eiðsgranda til norðurs og Fjörugranda til suðurs. Allar gangstéttar sem liggja meðfram ofangreindum götum tryggja gott aðgengi að lóðinni og verður hluti þessara svæða með snjóbræðslu. Tryggð verður hæfileg lýsing á lóðinni og tekið tillit til nálægðar lýsingar við íbúðir. Á milli húsanna á reitnum við Keilugranda 1-13 er á hluta lóðarinnar skilgreind kvöð um almennt útivistarsvæði eða „lýðheilsureit“ sem tengist einnig aðliggjandi leiksvæði austan við lóðina. Innan lóðar eru kvaðir um gönguleiðir og liggur ein þeirra um lóðina og lýðheilsureitinn.

Previous
Previous

Hjúkrunarheimili á Höfn - Viðurkenning í samkeppni

Next
Next

Árskógar 5-7 - Hönnun lóðar